Aðalfundur félagsins 02. apríl 2025

Aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku,

verður haldinn miðvikudaginn 2 apríl 2025 kl 20,00

í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju),

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Kosning stjórnar skv. 6 gr. í samþykktum félagsins.

Í ár er kosið um stöðu formanns og eins varamanns

7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.

8. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

9. Ákvörðun árgjalds.

10. Önnur mál.

STJÓRNIN

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur félagsins 02. apríl 2025

Vinnudagur 15.06 2024

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vinnudagur 15.06 2024

Vorhreinsun 2024

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vorhreinsun 2024

Efnahagsreikningur 2023

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Efnahagsreikningur 2023

Fundargerð aðalfundar 17.04.2024

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð aðalfundar 17.04.2024

Framkvæmdaáætlun 2024-2025

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Framkvæmdaáætlun 2024-2025

Vegna aðalfundar félagsins.

Kæru skógarbúar.

Um leið og við viljum minna á aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku, sem verður haldinn miðvikudaginn 17 apríl 2024 kl 20,00 í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju), þá viljum við verða við vinalegum ábendingum varðandi fyrra fundarboð. En þar kom fram að uppsetningin var ekki í réttri röð og að ekki hafi verið vísað í samþykktir félagsins varðandi kosningu stjórnar. Í 6.gr. kemur fram: Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára, þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins og einn varamann. Þar sem þetta hefur riðlast töluvert undanfarin ár, þar sem aðilar hafa sagt sig frá störfum og nýir komið inn. Eftir að hafa skoðað fundargerðir undanfarin ár, sýnist okkur að kjósa eigi um tvo stjórnarmenn og einn vara þetta árið. Sitjandi stjórn hefur öll gefið kost á sér til áframhaldandi setu, en öllum félagsmönnum er frjálst að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Félagsmenn eru allir þeir sem hafa umráð yfir lóð á svæðinu. Einnig hefur ekki verið boðað til fundarins að öðru leyti en hér á fésbókarsíðu félagsins og hefur ekki verið gert síðast liðin ár. En vissulega er ákvæði um það í samþykktum félagsins og verður fundarboð sent út á þau netföng sem liggja fyrir á íbúalista dags. 14.4.2024. Allar athugasemdir varðandi fundarboðið og breytingar á því má senda á netfangið: eyrarskogur.hrisabrekka@gmail.com.

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Kosning stjórnar skv. 6 gr. í samþykktum félagsins.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.

8. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

9. Ákvörðun árgjalds.

10. Önnur mál.

Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vegna aðalfundar félagsins.

Aðalfundur félagsins er 17.04.2024

Kæru skógarbúar.

Aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku

verður haldinn miðvikudaginn 17 apríl 2024 kl 20,00 í

Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju).

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Ákvörðun árgjalds.

7. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

8. Kosning stjórnar.

9. Kosning skoðunarmanna.

10. Önnur mál.

Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur félagsins er 17.04.2024

Leiðbeiningar og reglur varðandi vatnsmál

Til lóðarhafa eða umsjónarmanna fasteigna

Frá Framkvæmdanefnd Eyrarskógs og Hrísabrekku Hvalfjarðarsveit.

Félag sumarhúsaeigenda Eyrarskógs og Hrísabrekku hefur umsjón og eftirlit  með rekstri á vatnsveitu og vegagerð í sumarhúsabyggð félagsins í landi Eyrar.

Veitumál eru háð skilyrðum og eru þeir aðilar sem koma inn nýir í félagið beðnir um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi í félaginu.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Enginn skal tengja sig inn á kerfið nema að höfðu samráði við nefndina.
  2. Nota skal viðurkenndan búnað til að loka fyrir innrennsli þegar sumarhús er ekki í notkun.
  3. Félagið sér um rekstur stofnlagna en sumarhúsaeigandi sér alfarið um heimæðar og tengingar við stofnlagnir
  4. Mælt er með að fagaðilar sjái um tengingar við vatnsveitu eins og um niðursetningu á rotþró , siturlögnum eða öðru sem því tengist
  5. Fyrir liggja teikningar til að styðjast við ef óskað er eftir tengi-upplýsingum.
  6. Vatnsveita félagsins er takmörkunum háð og ber til að mynda ekki sírennslis heita potta.

Framkvæmdanefnd skipa:

Finnbogi Kristinsson s. 6903770 formaður

Guðjón Ingvi  6177122 Vatnsnefnd

Gísli Haraldsson 8970731 Veganefnd

Mikilvægt er að vel sé að verki staðið -Öll vinna sem unnin er er við vatn og veitur þarf að vera unnin þannig að hægt sé að treysta á hana til næstu áratuga.

Samfélagið okkar er gott, við reynum öll að gera það betra og með vönduðum vinnubrögðum tekst það.

Kveðja frá framkvæmdnefnd.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Leiðbeiningar og reglur varðandi vatnsmál

Vinnudagurinn 10.06 kl. 10:00

Vinnudagur Eyrarskógur Hrísabrekka 10. Júní

Kæru skógarbúar nú er komið að okkar árlega vinnudegi og lofar spáin þokkalegasta veðri til útiveru. Helstu verkefnin okkar eru í þetta sinn eftirfarandi:

Hrísabrekkumegin er aðeins eitt verkefni en það er að slá beggja vegna meðfram rafmagnsgirðingunni frá hliðinu upp á fjall og að vegamótum. Í þetta verkefni þarf vaskar konur og menn sem hafa orf til umráða og kunna að beita því.

Eyrarskógsmegin liggur fyrir að breikka og bera í stíginn að lundinum og þarf að raka og moka til efni og keyra í hjólbörum.

Ef tími vinnst til þá er nefndin með ýmis önnur verkefni sem allir ættu að geta ráðið við.

Mæting er í lundinn kl. 10:00 og unnið til 12:30  þá er boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. Unnið verður til kl. 16:00

Ásgeir formaður og frú Margrét bjóða til sín í pálínuboð að Hrísabrekku 12 kl 17:00

Nefndin vill hvetja sem flesta til að koma og taka það er mikilvægt að allir taki höndum saman til að gera umhverfið okkar betra.

Útivistarnefnd

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vinnudagurinn 10.06 kl. 10:00