Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka 2014

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka verður haldinn í Fundarsal Menntaskólans í Kópavogi Digranesvegi 51, fimmtudaginn 10. apríl  n.k. kl. 20.00

Dagskrá:

  1.             Fundur settur.
  2.             Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3.             Skýrsla stjórnar lesin.
  4.             Reikningar félagsins lagðir fram.
  5.             Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  6.             Vegir og girðingar – staða mála.
  7.             Vatnsveita – staða mála.
  8.             Tillaga að lagabreytingu.
  9.             Kosning stjórnar skv. 6. grein laga félagsins.
  10.            Kaffihlé.
  11.            Ákvörðun um árgjöld.
  12.            Hitaveita – ljósleiðari – staða mála.
  13.            Önnur mál.

 

 

Tillaga að leiðréttu orðalagi í lögum félagsins.

 

Hljóðar svo í dag:                                                                    6. gr

Skipun stjórnar

Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, einn aðalmann og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari, einn gjaldkeri og aðrir meðstjórnendur.

 

Greinin verði eftirfarandi:

Skipun stjórnar

Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari og annar sé gjaldkeri.
 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta !

Stjórnin.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.