FUNDARBOÐ
Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku verður haldinn í Smáranum, Íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 21. ágúst n.k. kl. 20:00.
DAGSKRÁ:
- Öryggishlið, staðan og næstu skref
- Önnur mál
Eins og fram kemur hér að ofan stendur til að ræða og taka ákvörðun varðandi öryggishlið inn á frístundahúsasvæðið. Framkvæmd við öryggishlið mun kalla á sérstök útgjöld félagsmanna og í því sambandi er rétt að benda á 11. grein samþykkta félagsins en þar segir:
11.gr. Sérstakar ákvarðanir
Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði ásamt framkvæmda- og kostnaðaráætlun um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn þannig að unnt verði að leiða „hliðmál“ til lykta.
STJÓRNIN