Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku

FUNDARBOÐ

 Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku verður haldinn í Smáranum, Íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 21. ágúst n.k. kl. 20:00.

DAGSKRÁ:

  1. Öryggishlið, staðan og næstu skref
  2. Önnur mál

Eins og fram kemur hér að ofan stendur til að ræða og taka ákvörðun varðandi öryggishlið inn á frístundahúsasvæðið. Framkvæmd við öryggishlið mun kalla á sérstök útgjöld félagsmanna og í því sambandi er rétt að benda á 11. grein samþykkta félagsins en þar segir:

 11.gr. Sérstakar ákvarðanir

Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði ásamt framkvæmda- og kostnaðaráætlun um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn þannig að unnt verði að leiða „hliðmál“ til lykta.

 

STJÓRNIN

Þessi færsla var birt undir Fundir. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.