-
Tilkynning: Vegna umræðu um reglur um öryggishlið og fjölda símanúmera og fjarstýringa og aðgengi á milli svæða, þ.e. Eyrarskógs og Hrísabrekku.
- Hver bústaður getur haft að hámarki 4 símanúmer skráð til að opna öryggishliðið og 2 fjarstýringar. Fjarstýring kostar í dag kr. 5000,- (verð 2017) og fæst hún hjá formanni stjórnar. Einnig er hægt að skipta á fjarstýringu sem ekki virkar lengur með því að skila henni inn til formanns og fá nýja í staðinn. Fyrir þetta þarf að greiða kr. 500,- Gamla fjarstýringin verður þá lagfærð forrituð og sett ný rafhlaða í hana og hún seld næsta manni.
- Ef þú átt bústað t.d. í Eyrarskógi þá færð þú bara aðgang að því hliði þar sem bústaðurinn er staðsettur í, en ekki Hrísabrekkuhliðinu og öfugt. Undantekningar á þessu eru ef þú starfar í nefnd t.d. vatnsnefnd eða veganefnd eða öðrum nefndum sem eiga erindi á svæðið hinumengin, þá er hægt að skrá 1 símanúmer í hliðið hinumegin þar sem þinn bústaður er EKKI staðsettur í.
- ATHUGIÐ: Í nokkurn tíma gátu menn fengið skráð númer að svæði sem að þeir áttu EKKI bústað í, (Eyarskógsmegin) en það var vegna þess að aðeins voru ruslagámar Eyrarskógsmegin. Í dag eru ruslagámar á báðum svæðum því fá menn aðeins aðgengi að því svæði sem þeir eiga bústað í. Ef menn vilja breyta þessu má taka þetta upp á aðalfundi og bera breytingar undir atkvæði.
- Hámark 4 símanúmer pr. bústað
- Hámark 2 fjarstýringar pr. bústað
- Varðandi útleigu á bústöðum þá skráum við EKKI númer leigjenda í öryggishliðin, heldur bendum við leigusala á að afhenda leigutaka lykla með fjarstýringu að hliðinu.
- Sjá annar nánari upplýsingar undir liðnum ÖRYGGISHLIÐ á vefsíðunni.