Stjórnin hefur verið í sambandi við Borgarverk og þeir eru búnir með það sem þeir gera í bili þ.e veginn inn að Grjótá og svo leggja þeir lokalagið og olíuburð í vor. TAK-verktakar halda eitthvað áfram inn að Kambshól og eiga að gera veginn ökuhæfan þar fyrir veturinn. Við heyrðum líka í Vegagerðinni og þeir fullvissuðu okkur um að allur frágangur á svæðinu væri á þeirra könnu og þar með allt í kringum Grjótá verði lagað eins og best verður á kosið. Við erum búin að fá malaðan þennan fína haug af möl fyrir félagið sem við sömdum um og verður það sett i stofnvegina okkar við tækifæri.
Viljum benda fólki líka á að koma inn á facebook-síðuna okkar og það þarf bara að biðja um aðgang að henni : Eyrarskógur og Hrísabrekka
Kveðja stjórnin