Verslunarmannahelgin 2022

HÆ Hó og jibbíjeyj….. nei ekki kominn 17.júní – heldur styttist heldur betur í laugardagshitting í Lundinum fagra í Skóginum okkar um verslunarmannahelgi, ÁN allra takmarkanna.

Þar sem mörg okkar hafa ekki upplifað verslunarmannahelgi í Skóginum, þá treystum við á okkar sambýlinga að leiða okkur á rétta braut. Þar njótum við m.a. dyggrar handleiðslu tæknistjórans Andrés Helgi Hallgrímsson í árlegu Eyrarvatnshlaupi og Útivistarnefndarmeðlimanna, Lúðvíks Lúðvíkssonar sem leiðir þá sem vilja á Kambinn og Önnu Brynhildi Bragadóttur sem leiðir okkur í notalega göngu um skóginn. Þessar göngur og hlaup hefjast frá Lundinum kl. 13.00 á laugardeginum. Engin skráning, bara að mæta tímalega og klæðnaður eftir veðri.

Kvöldvaka verður svo í Lundinum kl. 20.00 á laugardagskvöldinu. Fyrir börnin – fjársjóðsleit – verðlaun fyrir alla. Brekkusöngur – þar vantar okkur hljóðfæraleikara, söngbókin fylgir hér með. Verðum einnig með hátalara á svæðinu og playlista fyrir söngbókina, en lifandi undirspil og söngur er alltaf skemmtilegra. Varðeldur kveiktur – sykurpúðar á staðnum fyrir þá sem það vilja. Munið bara að maður er manns gaman og að klæða sig eftir veðri.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.Stjórnin.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.