HÆ Hó og jibbíjeyj….. nei ekki kominn 17.júní – heldur styttist heldur betur í laugardagshitting í Lundinum fagra í Skóginum okkar um verslunarmannahelgi, ÁN allra takmarkanna.
Þar sem mörg okkar hafa ekki upplifað verslunarmannahelgi í Skóginum, þá treystum við á okkar sambýlinga að leiða okkur á rétta braut. Þar njótum við m.a. dyggrar handleiðslu tæknistjórans Andrés Helgi Hallgrímsson í árlegu Eyrarvatnshlaupi og Útivistarnefndarmeðlimanna, Lúðvíks Lúðvíkssonar sem leiðir þá sem vilja á Kambinn og Önnu Brynhildi Bragadóttur sem leiðir okkur í notalega göngu um skóginn. Þessar göngur og hlaup hefjast frá Lundinum kl. 13.00 á laugardeginum. Engin skráning, bara að mæta tímalega og klæðnaður eftir veðri.
Kvöldvaka verður svo í Lundinum kl. 20.00 á laugardagskvöldinu. Fyrir börnin – fjársjóðsleit – verðlaun fyrir alla. Brekkusöngur – þar vantar okkur hljóðfæraleikara, söngbókin fylgir hér með. Verðum einnig með hátalara á svæðinu og playlista fyrir söngbókina, en lifandi undirspil og söngur er alltaf skemmtilegra. Varðeldur kveiktur – sykurpúðar á staðnum fyrir þá sem það vilja. Munið bara að maður er manns gaman og að klæða sig eftir veðri.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.Stjórnin.