Vinnudagur 11 júní fyrirkomulag

Sæl verið þið góðu skógarbúar.
Nú er vinnudagurinn okkar í skóginum 11 júní eða næsta laugardag.
Söfnumst saman við gámana Eyrarskógsmegin, kl: 10:00 og þar skiptum við okkur upp í þau verkefni sem við höfum hug á að taka þátt í.
Grillum pylsur fyrir alla kl. 13:00 á planinu við gámana og reynum að gera eitthvað skemmtilegt. Svo höldum við áfram til kl. 16:00 förum og þrífum okkur og hittumst kl. 17:00 í Hrísabrekku 8, þar sem fólk kemur með veitingar hver eftir sínu höfði eins og verið hefur undanfarin ár.
Gott að hver og einn komi með þau verkfæri sem þið eigið í eftirfarandi verkefni, sem nefndin hefur lagt til að farið verði í.
Ekkert plan er fyrir börn, en okkur vantar hugmyndir fyrir þau og einhverja til að sjá um þann þátt.
Allar tillögur vel þegnar og athugasemdir.

Verkefni staður mannsk. tæki Umsjón
Skifta út plöntum Útivistanefnd veit
Grisjun meðfram vegum Eyrarskógur 10 sagir og klippur Gísli
Grisjun meðfram vegum Hrísabrekka 4 sagir og klippur Sólveg
Viðhald á girðingu Eyrarskógur 4 hamrar tangir o.fl Guðjón
Sláttur á lúpinu Eftir þörfum 4 Sláttuorf Stjórn
Reyta gras frá trjám Við hlið E & H 4 Hendur klippur
Kurlun á trjágróðri Plan Eyrarskógi 3 klippur & sagir Finnbogi
Málning og fúavörn Sameiginleg svæði 2 Pensla og fötu málning
Veitingamóttaka Hrísabrekka 8 Finnb & S

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.